Flýtilyklar
Óhefđbundnar lćkningar.
Þó að fordómar séu miklir í garð hómópatíu þá segir Elín hana standa á traustum grunni .Bæði í Þýskalandi og á Englandi eru starfrækt sjúkrahús þar sem læknar stunda hómópatíu, sérstaklega á þetta við barnalækningar. Enda má rekja upphafið hómópatíu 180 ár aftur í tímann til þýska lækninsins dr. Samúle Hanemann. Lyfin sem notuð eru til að meðhöndla meinin kallast remedíur og eru í pilluformi.
Elín segir að til þess að finna réttu remedíuna þarf ég að fá ýmsar upplýsingar um þann sem til mín leitar.
Fyrsta viðtalið getur tekið allt að tvo tíma þar sem ég spyr um heilsufar einstaklingsins og fjölskyldu hans fyrr og síðar. Allt
skiptir máli sama hversu lítilvægt það kann að hljóma. Það er mikilvægt að upplýsingarnar séu sem
nákvæmastar. Efitr nokkurn tíma ættu breytingar að koma fram í líðan einstaklingsins. Best er ef hann lætur mig vita um líðan
sína, meðan á meðferð stendur þannig get ég metið árangurinn af meðferðinni.
Þeir sem leita eftir þjónustu hómópata eru þeir sem trúa á náttúrulækningar almennt og svo fjölgar þeim alltaf sem
hafa reynt að fá bót meina sinna með ýmsum leiðum án árangurs segir Elín að lokum.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.
Athugasemdir