Óléttur karlmaður

Thomas Beatie
Thomas Beatie er 34 ára karlmaður í Bandaríkjunum og  þó ótrúlegt megi virðast þá er hann óléttur og hefur hann verið með barni í 6 mánuði.

 

Thomas er giftur konu sem að heitir Nancy og eru þau ákaflega ánægð með núverandi ástand. Thoms hefur ekki alltaf verið karlmaður en þegar að hann var 24 ára kona ákvað hann að fara í kynskiptiaðgerð og er hann í dag löglegur karlmaður.  Ástæðan fyrir því að Thomas er aðilinn í sambandinu sem að gengur með barnið er sú að Nancy þurfti að fara í legnám fyrir nokkrum árum og getur þar af leiðandi ekki eignast börn.  

Margir hafa látið skoðun sína í ljós og hafa mjög margar gangrýnis raddir verið þar á meðal. Mörgum finnst að þegar að konur taka þá ákvörðun  að gerast karlmenn að þá afsali þær sér þeim rétti að ganga með börn. En Thomas lætur þessar athugasemdir ekkert á sig fá og segir að sem manneskja hafi hann rétt á því að eiga sitt líffræðilega barn og þar sem að þau skötuhjúin höfðu ekki þann kost að konan gengi með barnið ákvað hann að gera það.

Mikið hefur verið velt því fyrir sér í fjölmiðlum hvort að barnið verið heilbrigt vegna mikillar testósteronsneyslu Thomasar. Læknar segja að barnið sé alveg fullkomið og að þetta ætti allt að geta gengið vel fyrir sig þar sem að Thomas hafi verið búinn að fræða sjálfan sig vel um það hvað hann þyrfti að gera til þess að þetta gæti gengið upp. T.d. er hann ekki búinn að vera á testosteróni í tvö ár. Deilur hafa verið miklar um það hvort að þetta sé rétt og mannúðlegt en nokkrir læknar hafa haldið því fram að þetta sé framtíðin.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir