Oliver Stone kvikmyndar Bush

Leikstjórinn umdeildi Oliver Stone sem hefur gert garðinn frægan með myndum á borð við Platoon og JFK ætlar að gera mynd um George Bush Bandaríkjaforseta.

President set for the silver screen

Stone hefur tvívegis áður gert kvikmynd um forseta Bandaríkjanna um þá Richard Nixon og John F.Kennedy sem báðar vöktu mikla athygli á sínum tíma. Stone segist ætla að gera sanngjarna mynd um Bush og mun ekki reyna að varpa skugga á ímynd Bush heldur að segja hlutina eins og þeir eru. Myndin mun fjalla að helstu leiti um írakstríðið og önnur utanríkismál Bandaríkjanna.

Myndin hefur hlotið nafnið W og hefur Stone sett stefnuna á að klára myndina áður en forsetatímabili Bush lýkur. Ekkert hefur borist í tal um hvaða leikari mun setja sig í spor Bush en það verður fróðlegt að fylgjast með því.

 

http://news.sky.com/skynews/article/0,,30200-1311099,00.html

Mynd tekinn af www.sky.com


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir