Ólympíuleikar í HA!

Ólympíuleikar Íţrótta- og fjölskylduráđs FSHA

Ólympíuleikar Íþrótta- og fjölskylduráðs FSHA nálgast endalok sín en keppt var á Borgum í kvöld, á næstsíðasta keppnisdegi. Keppnin hefur hingað til verið æsispennandi en meðal annars hefur verið keppt í boccia, keilu, stígvélasparki, kappáti og fleiru. Í kvöld var liðakeppni í pílu sem og stigaboðhlaupi.

Byrjað var á stigaboðhlaupi en það fer þannig fram að liðsmaður nr.1 hleypur frá neðstu hæð á Borgum upp á þá efstu, aftur niður og þar tekur liðsmaður nr.2 við og hleypur sömu leið. Keppnin var alls ekki jöfn en Stafnbúi sigraði með yfirburðum en Stafnbúi er nemendafélag auðlindadeildar.

Þá tók pílukeppni við þar sem spilað var í riðlum. Nemendafélög skólans eru sex svo skipt var í tvo þriggja liða riðla og sigruðu Kumpáni, nemendafélag félagsvísindanema, og Reki, nemendafélag viðskiptadeildar, sína riðla og mættust þar af leiðandi í úrslitaleik. Leikurinn var æsispennandi framan af en í síðustu umferðunum var líkt og Rekamenn hefðu stáltaugar er þeir sigldu sigri sínum í höfn.

Eftir kvöldið situr Þemis, nemendafélag lögfræðinema, þó enn í efsta sæti en Ólympíuleikunum lýkur á morgun, föstudag, með keppni í Íþróttahöll Akureyrar þar sem keppt verður í knattspyrnu, bandí og fleiri greinum. Reki og Stafnbúi fylgja þó fast á eftir og verður keppni morgundagsins því hörkuspennandi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir