Önnur Two and a Half Men stjarna á förum?

Charlie Sheen og Angus T. Jones
Angus T. Jones sem leikur Jake í þáttaröðinni vinsælu Two and a Half Men gæti verið rekin úr þáttaröðinni eftir að hafa gagnrýnt þættina í myndbandi nú á dögunum. Angus T. Jones, betur þekktur sem Jake Harper úr þáttaröðinni Two and a Half Men, kom sér heldur betur í vandræði nú á dögunum þegar myndband af honum birtist á netinu þar sem hann gagnrýndi harðlega þáttaröðina út frá Kristilegu sjónarhorni og meðal annars gefið í skyn að þættirnir væru frá ,,óvininum" sem á líklega við djöflinum.

Angus þénar hátt í 350 þúsund dollara á hvern þátt og hefur leikið stórt hlutverk þar í fjölmörg ár og því kann þetta þessi gagnrýni hans að koma fólki í opna skjöldu.

Charlie Sheen, fyrrum stjarna þáttana lék drykkfelldan föðurbróðir Angus, var rekinn á sínum tíma fyrir að gagnrýna framleiðendur þáttana og fyrir mikla eiturlyfja- og áfengisneyslu. Hann er nú aðalstjarna þáttarins Anger Managment og segist hann vera tilbúinn að bjóða Angus hlutverk í þáttum sínum ef hann verður rekinn úr Two and a Half Men.

,,Fyrrum bróðursonur minn er velkominn á Goodson Reiðistjórnunar heimilið hvenær sem er," sagði Charlie Sheen en þar vitnar hann í þætti sína Anger Managment.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir