Orsök dauða Whitney Houston enn óstaðfest

Whitney Houston
Enn hefur ekki verið staðfest orsök fyrir dauða stórsöngkonunnar Whitney Houston en hún lést á laugardaginn síðastliðinn, eða þann 11.febrúar 2012. Hún fannst látin í baðkari á hótelherbergi sínu á Beverly Hilton hóteli.
Sögusagnir eru um að vatn hafi fundist í lungum Houston sem hafi orsakað dauða hennar en samkvæmt nýrri heimildum af fréttasíðunni TMZ var fjölskyldunni sagt af lögregluþjónum að ekki hafi verið nægilegt vatn í lungum söngkonunnar til að það hafi eitt og sér verið orsökin. 

Sagt hefur verið að samsetning af kvíða- og áfallahjálpar lyfinu Xanax og öðrum lyfseðilsskyldum lyfjum ásamt áfengi geti verið möguleg orsök dauða söngkonunnar. En þetta á að koma frá fjölskyldu Houston. Heimildir segja að það sé vel mögulegt að Whitney hafi verið dáin áður en hún fór á kaf í baðkarinu. Mögulegt er að þetta verði ekki staðfest strax en það getur tekið nokkrar vikur að rannsaka málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir