Öskubuskuævintýri Vardy heldur áfram

Í dag sló Jamie Vardy leikmaður Leicester met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði í ellefta leiknum í röð en fyrra metið var í eigu Ruud van Nistelrooy, tíu mörk, sem sló það þegar hann var í herbúðum Manchester United. Metið sló Vardy einmitt gegn fyrrum félögum Nistelrooy í Manchester og kom Leicester aftur á topp deildarinnar. Velgegni Leicester í deildinni hefur komið flestum á óvart en Refirnir sitja í efsta sætinu. Vardy hóf þessa markaröð í leik gegn Bournemouth þann 29. Ágúst.

Vardy á frekar magnaða sögu sem leikmaður. Í dag er hann 28 ára gamall, markahæsti maður deildarinnar og í efsta sæti. Hann hefur spilað fjóra leiki með enska landsliðinu í ár en það eru einu landsleikirnir sem hann á; Vardy var aldrei valinn í unglingalandslið Englands. Það er þó engin furða þar sem ferilinn hans framan af var ekki merkilegur. 24 ára gamall var Vardy enn að spila í utandeildum Englands; þaðan var hann keyptur til Fleetwood Town í ensku C-deildinni og spilaði þar eitt tímabili áður en hann fór til Leicester 25 ára. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá Vardy. Saga Vardy er sannkallað öskubuskuævintýri.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir