Ótrúlegar fréttir ţann 1.apríl

Breytingar á ţyngdaraflinu

Áriđ 1976 sendi BBC 2 út tilkynningu frá Patrick Moore stjörnufrćđingi sem innhélt upplýsingar um ţađ ađ á ákveđnum tíma dagsins myndi plánetan Plútó ganga aftur fyrir Júpíter. Ţessi atburđur myndi orsaka breytingar á ţyngdarafli jarđar í skamman tíma. Ef fólk myndi stökkva upp í loftiđ á nákvćmlega sama augnabliki og ţetta gerđist gćti ţađ svifiđ í örskamma stund eđa ţangađ til ţetta vćri yfirstađiđ og ţyngdarafliđ myndi leiđrétta sig aftur og kippa ţeim til jarđar. Ađeins nokkrum mínútum eftir ađ atburđurinn átti ađ hafa átt sér stađ rigndi inn símtölum til BBC ţar sem fólk lýsti upplifunum sínum af ţví ađ svífa um loftin.

Fljúgandi mörgćsir

Áriđ 2008 var BBC aftur á ferđinni ţegar ţeir birtu ađ ţví er virtist heimildarmynd í stíl náttúrulífs sérfrćđingsins David Attenbourogh sem hefđi náđ á myndband ţegar hópur mörgćsa hefđi hafiđ sig á flug. Ţessi áđur óţekkta tegund mörgćsa átti ađ hafa fundist á eyjunni King Georges Island. Gervi heimildarmyndin ţótti einstaklega raunveruleg og platađi verulega marga og fékk ţá til ađ trúa ţví ađ mörgćsir gćtu í raun flogiđ.

Sendu skilabođ međ huganum

1999 setti tímaritiđ Red Herring fram grein í blađi sínu sem fjallađi um nýja tćkni. Visindamađurinn Yuri Maliki hafi uppgötvađ í rannsóknum sínum fyrir Bandaríska herinn leiđ til ađ senda all ađ 240 stafi međ huganum. Í greininni var ţví lýst hvernig Yuri hafi svarađ E-pósti međ huganum og hygđist setja ţessa tćkni á markađ fljótlega. Tímaritinu barst aragrúi af bréfum frá lesendum sem vildu ólmir komast ađ ţví hvar ţessi tćkni kćmi til međ ađ fást.

Fljúgandi risaeđlur í N-Dakota

Netútgáfa Nature tímaritsins birti á síđu sinni áriđ 1998 grein um ţróun fugla. Ţar var fariđ yfir nýlegan fund á nánast heilli beinagrind af risaeđlu sem var ekki ólík Tyrannosorus Rex sem vísindamenn töldu ađ hefđi getađ flogiđ. Randy Sepulchrave forystumađur safnsins viđ Háskóla Suđ-Norđur-Dakota hefđi fundiđ beinagrindina í N-Dakota og hefđi gefiđ henni nafniđ Smaugia Volans. Ţessi grein var ađ sjálfsögđu uppspuni og margir féllu fyrir henni en ef fólk hefđi skođađ greinina betur hefđi ef til vill mátt koma auga á vísbendingar sem bentu til ţess ađ ţetta vćri gabb. Í fyrsta lagi má nefna nafniđ Smaugia Volans en margir gćtu vitađ ađ drekinn í skáldsögunni Hobbitinn hét einmitt Smaugur. Háskólinn í Suđ-Norđur-Dakota er ađ sjálfsögđu ekki til. Og nafn vísindamannsins Sepulchrave er í raun nafniđ á frćgum greifa í Englandi sem taldi sig vera uglu og stökk fram af turni en uppgötvađi á leiđinni niđur ađ hann gćti ekki flogiđ og lést viđ lendingu.

Keilukúlu frumeindin

1996 sendi Discover tímaritiđ frá sér grein sem lýsti ţví hvernig vísindamenn hefđu fundiđ nýja frumeind. Henni var gefiđ nafniđ Bigon. Ţessi frumeind hagađi sér eins og ađrar frumeindir ađ ţví leyti ađ flakka á milli efnisheimsins og hins óefnislega en ţar sem hinar frumeindirnar sjáist ađ sjálfsögđu ekki međ beru auga ţá var ţessi á stćrđ viđ keilukúlu. Eđlisfrćđingurinn Albert Manque (ekki til) frá rannsóknarstöđinni Centre de Étude choses Assez Minuscules í París (ekki til) uppgötvađi ţessa frumeind algerlega óviljandi. Ţegar Manque og félagar hans voru ađ gera einhverjar tilraunir á hreyfingum frumeinda hafi skyndilega tölva á rannsóknarstofunni sprungiđ í loft upp. Ţegar skođuđ var myndbandsupptaka af atvikinu og hún spiluđ hćgt koma í ljós ađ í sekúndubrot birtis yfir tölvunni svartur hlutur á stćrđ viđ keilukúlu. Greinin var mjög trúverđug og vel skrifuđ og fór fólk strax ađ notast viđ ţessa uppgötvun til ađ skýra áđur óskýrđ fyrirbćri eins og bolta eldingar og ţađ ţegar ţađ kveikni ósjálfrátt í fólki.

Ţó svo ađ ţađ geti pirrađ marga og fengiđ suma til ađ skammast sín ţegar ţeir falla fyrir apríl gabbi má ekki gleyma ţví ađ ţetta er allt í gamni gert og gerir lífiđ bara örlítiđ skemmtilegra.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir