Ótryggjanlegur?

Á síðustu árum hefur kjör okkar Íslendinga farið versnandi með þeim afleiðingum að horft er í hverja krónu á flestum heimilum, skorið er niður í ýmsu og leitað að bestu kjörum þegar kemur að stórum útgjaldaliðum.  Mitt heimili er þar engin undantekning.

Í síðustu viku var tryggingapakki fjölskyldunnar tekinn til skoðunar þar sem hann endurnýjast í febrúar og kom fljótt í ljós að verð þessa pakka hafði hækkað um tæpan þriðjung frá því að hann var síðast tekinn til endurskoðunar,  því var ákveðið að leita tilboða hjá nokkrum tryggingafélögum.

Inni í þessum pakka eru skyldutryggingarnar, heimilistryggingar, bíltryggingar með kaskó og svo líf og sjúkdóma tryggingar. Þegar lægsta tilboðið var fundið og samþykkt, kom að því að fylla út nauðsynlega pappíra með þeim upplýsingum sem tryggingafélagið bað um. Þessar upplýsingar veittum við samkvæmt bestu getu og þar með talið greindum við frá sjúkrasögu undirritaðs. Ég er sem sagt einn af stórum og sí stækkandi hluta þjóðarinnar sem er með greiningu upp á þunglyndi sem ég er reyndar búinn að glíma við frá barnæsku, nú taldi ég enga ástæðu til að fela þetta þar sem slíkir sjúkdómar eru löngu orðnir viðurkenndir í nútíma samfélagi og ekki lengur það skömmustumál sem ekki má ræða utan fjölskyldu hvers og eins.  Í dag barst mér bréf frá því fyrirtæki sem ég ætlaði að færa mín viðskipti til og ætla ég að birta innihald þess:  

„Umsókn þín um líf og sjúkdómatryggingu hjá félaginu fæst því miður ekki samþykkt að svo stöddu. Þessi niðurstaða byggist á þeim leiðbeinandi reglum sem félaginu er nauðsynlegt að fylgja við mat á umsóknum um vátryggingu. Ástæða frestunar er þunglyndi.“

Þetta vekur upp nokkrar spurningar hjá mér, svo sem  hvort félagið geri sér ekki grein fyrir hve vítt hugtak þunglyndi er?  Er sama sem merki milli þess að vera þunglyndur og að vera í sjálfsmorðs hugleiðingum?  Hvaða öðrum “áhættu“ hópum er einnig neitað um þjónustu? Myndu þeir tildæmis tryggja áfengissjúklinga?  Það gæti verið áhugavert að rannsaka það nánar. 

 Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir