Óveður um allt land á morgun

Óveður

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna óveðurs fyrir morgundaginn. Ekkert ferðaveður verður á landinu og fólk er beðið um að halda sig innandyra ef mögulegt er. Það verður vaxandi austanátt í nótt. Í fyrramálið má svo búast við slæmu skyggni vegna skafrennings, fyrst suðvestanlands en svo einnig á norður og austurlandi. Með morgninum fer svo að hvessa og vindur gæti náð 15-23 metrum á sekúndu. Með vindinum verður svo líklega snjókoma sem að kemur til með að aukast eftir því sem líður á daginn.

Fólki er bent á að halda dýrum inni og fylgjast með hvort að skólar verði opnir í fyrramálið. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir