Pétur Ben – Tónleikar í Laugarborg

mynd: myspace.com/peturben

Fimmtudaginn 13. september mun Pétur Ben halda tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg sem er staðsett beint á móti Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Miðaverð er 2000kr

Pétur Ben kom fyrst fram í sviðsljósið sem gítarleikari með Mugison en þeir tveir hafa unnið mikið saman og margir hrifust af gítarleik Péturs á síðust plötu Mugison. En árið 2006 gaf Pétur út sína eigin plötu sem ber nafnið Wine for my weakness og hefur verið gríðarlega vel tekið og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir jaðarplötu ársins sama ár. Síðan þá hefur Pétur verið duglegur við að semja meiri tónlist og samdi til dæmis alla tónlistina í kvikmyndunum Börn og Foreldrar ásamt tónlistinni við leikritið Killer Joe.

Pétur er þekktur fyrir mjög sjarmerandi sviðsframkomu og honum virðist auðvelt að ná fullri athygli allra sem í salnum eru hvort sem hann er að spila lágstemmd lög eða rokka með stæl. Samkvæmt samtali við Þórarinn Stefánsson, framkvæmdastjóra Laugarborgar verður Pétur einn með gítarinn sinn á þessum tónleikum og mun spila í bland lög af plötunni og úr kvikmyndunum en hugsanlega gæti líka leynst eitthvað af nýju efni.

Laugarborg tekur um 150 manns í sæti og miðasala verður við innganginn en hægt er að hafa samband við Þórarinn í síma 868-9845 eða ts@itn.is til að taka frá miða.

Hægt er að hlusta á lög með Pétri Ben á www.myspace.com/peturben

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir