Philip-Seymour-Hoffman er látinn

Þann 2. Febrúar lést stórleikarinn Philip Seymour Hoffman  aðeins 46 ára að aldri, dánarorsök leikarans voru of stór skammtur af heróíni. Leikarinn hafði verið edrú í 23 ár áður en fíknin náði tökum á honum aftur. Var hann búin að gera nokkrar tilraunir til að verða edrú aftur án árangurs. 

Leikarinn lét eftir sig unnustu, Mimi O'Donnell, listrænan stjórnanda hjá Labyrinth leikhúsinu í New York en þau bjuggu ekki saman þegar hann lést  og 3 ung börn : Tallulah, 7 ára, Willa, 5 ára og Cooper, 10 ára. Leikarinn hafði leikið mörg eftirminnileg hlutverk í bíómyndum, má þar nefna myndir eins og Happines, Doubt, Magnolia, Big Lebowski svo eitthvað sé nefnt og fékk hann óskarinn árið 2005 fyrir leik sinn í myndinni Capote. Síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést var The Hunger Games: Catching Fire. Útförin fór fram 7. Febrúar í Kirkju heilags Ignatius Loyola á Manhattan og fá 400 manns að vera viðstaddir athöfnina, en síðar í mánuðinum verður haldin minningarathöfn sem fleiri mega sækja. Philip var mjög annt um einkalíf sitt og náði að halda sínu lífi og fjölskyldu sinnar fyrir utan við sviðsljósið mest megnis. Mikill missir er af þessum hæfileikaríka leikara og enn ein stjarnan sem fellur í valin útaf fíkn sinni.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir