Pólitík og fjölmiðlar

Mynd fengin af dv.is.
Það er merkilegt að fylgjast með hversu ólíkt íslensku miðlarnir taka á aðalmeðferðinni í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde. Vísir.is og Rúv.is flytja ítarlegar fréttir af málinu í gegnum twitter og með beinum útsendingum. Og báðir miðlarnir hafa staðið vaktina vel. Hinsvegar er greinilegt að Mbl.is hefur ekki mikinn áhuga á að gera þetta mál að sínu aðalmáli, og varla að aukafrétt.

Þar hefur nánast ekkert verið fjallað um málið, sem er merkilegt þar sem Mbl.is gefur sig út fyrir að vera fréttamiðill og landsdómsmálið er án efa einn stærsti fréttaviðburður í hinu pólitíska ölduróti síðan bankarnir hrundu. Morgunblaðið hefur aldrei falið það að vera blað Sjálfstæðismanna og það kemur skýrt fram á svona stundum.

Steinarr Logi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir