Pönkuđ rödd fólksins

Akureyri Vikublađ.

-Engin krútt-blaðamennska hjá Akureyri Vikublaði

Meðal landsfjölmiðla hefur Akureyri Vikublað óneitanlega töluverða sérstöðu. Björn Þorláksson ritsjóri blaðsins segir ristjórnarstefnu blaðsins vera þannig að það hafni hreinlega hugtökum eins og „aðgát skal höfð í nærveru sálar.“

 „Við skrifum blaðið eins og við séum staðsett í New York,“ segir Björn sem lítur á blaðið sem pönkarann á jaðrinum. Hann segir fjölmiðlum á Íslandi vorkun og peningalegt umhverfi sé hrjóstrugt.

Fæðing blaðsins var nokkuð erfið. Björn neitaði Ámunda Ámundasyni eiganda blaðsins fyrst þegar hann var beðinn um að taka við ritstjórn þess sumarið 2011. Björn kemur úr heimi hörðu fréttanna. Hann hefur starfað á RÚV, Stöð 2, NFS og dagblöðum. Þessir miðlar eiga það sameiginlegt að vera landsmiðlar. „Ég nennti ekki að fara út í einhverja krútt- eða sölublaðamennsku,“ sagði Björn í fyrirlestri sem hann hélt í Hákskóla Akureyrar á dögunum.

Þrátt fyrir að Ámundi gæfi Birni frjálsar hendur þá taldi Björn ekki vera markað fyrir gagnrýninn miðil eins og hann hafði hugsað sér á Norðurlandi. Hann taldi auglýsingamarkað gaddfreðinn og því lítil starfsgrundvöllur fyrir annað blað á svæðinu. Engu að síður sló Björn til. Upphafsskref blaðsins voru gríðarlega mikilvæg að mati Björns. „Fyrsta blaðið var algjört meik, þótt ég segi sjálfur frá,“ en Björn segist hafa verið afar heppinn með viðmælanda í því blaði sem hafði frá mörgu merkilegu að segja.

Vitnað var í blaðið í landsfjölmiðlum og viðtökur voru 
almennt góðar. Þó voru töluverðar mótbárur yfir hveitibrauðsdaga blaðsins. Íbúar Akureyrar voru hreinlega varaðir við því að auglýsa eða leggja blaðinu nokkra hjálparhönd. Engin gagnvirkni kom utanað.

Í dag liggur þó auður blaðsins fyrst og fremst í gangvirkni almennings að sögn Björns. Á hverjum degi kemur fjöldi ábendinga inn á borð til ritstjórnar. „Það er því hægt að segja að við séum orðin rödd fólksins,“ segir Björn sem tekur þó fram að ritstýra þurfi þessari rödd af skynsemi. Það sé hlutverk blaðsins. „Það er ekki markmiðið að vera með bombur og skandala. Stundum er blaðið mjög bitlaust,“ segir Björn sem heldur því fram að fjölmiðlum á Íslandi sé vorkun.

„Um leið og þú 
ert farinn að selja fréttir þá ertu farinn að selja sjálfan þig. Þá hefur þú ekki umboð til að gagnrýna annað í samfélaginu að mínu mati“ Sumir hafa bent á að blaðið þori að ganga lengra og takast á við þolmörk tjáningarfrelsisins. Það mætti því að einhverju leyti líkja því við DV. Björn er sammála því að vissu marki. Björn tekur það fram að ekki einn einasti fjölmiðill á Íslandi, fyrir utan DV, lýsi sinni ritstjórnarstefnu opinberlega sem gagnrýnni. Hann vill þó meina að Akureyri sé gagnrýninn fjölmiðill.

Hjá Akureyri vikublaði er raunverulegur eldveggur á milli auglýsinga og frétta. Peningalegt umhverfi er erfitt á flestum miðlum og Björn telur að erfitt sé að vinna í fjölmiðlageiranum á Íslandi í dag.

Björn starfar sem verktaki og fær því borguð laun blað frá blaði. Hann gerir sér grein fyrir því að hvenær sem er geti komið upp sú staða að blaðið komi ekki út í næstu viku. „En það venst. Eitt blað í einu,“ segir Björn sem viðurkennir að hlutskipti sitt sem ritstjóri af þessum toga sé vissulega sérkennilegt.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir