Prófessor við Oxford varar við notkun Facebook

Susan Greenfield
Susan Greenfield er prófessor við Oxford háskólann og vill hún meina að notkun samskiptavefa á borð við Facebook, Myspace og Bebo hafi slæm áhrif á heila barna og unglinga.

Hún hefur áhyggjur af því að notkun af þessum síðum muni gera fólk of mikið sjálfshverft og það hugsi ekki um aðra, sem gæti leitt til þess að þegar börnin/unglingarnir vaxa úr grasi þá verði þau með barnalegri hugsun heldur en ella ef þau hefðu ekki eytt tíma á þessum netmiðlum.
Hún færir rök fyrir þessum áhyggjum sínum með því að segja að fólk setur inn myndir af sér eða er "taggað" á myndir sem gefur öðru fólki ákveðna mynd af því hvernig manneskja þú ert og það getur oft verið erfitt að standa undir því að vera þessi manneskja og er hrædd um að fólk fari að reyna of mikið að vera persónan sem birtist á myndunum heldur en þú ert kannski í raunveruleikanum.

Það verður spurning hvernig næsta kynslóð mun vera ef þetta hefur mikil áhrif á heilann þar sem nánast allt ungt fólk er með Facbook síðu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir