Project Hovdabrekka

Árið 2004 var haldin norræn ráðstefna á Íslandi fyrir kennara úr fjölmiðlafræði greinum. Þar ákváðu nokkrir kennarar að gera megindlega rannsókn meðal nemenda sem stunda nám í fjölmiðlafræði.

Kennarar sem taka þátt í rannsókninni eru frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Þeir töldu að ekki væru nægar upplýsingar til um nemendur sem stunda nám í fjölmiðlafræði á Norðurlöndunum. Það varð því kveikjan að verkefni sem kallað er „Project Hövdabrekka“, en ráðstefnan sem haldin var árið 2004 var haldin að Höfðabrekku.

Fyrsta könnunin var gerð haustið 2005 og endurtóku þeir hana svo árið 2008. Í ár var svo þriðja könnunin gerð og fengu íslenskir nemendur boð um að taka þátt í könnuninni.

Til að kynna sér málið betur er hægt að kíkja á heimasíðu verkefnisins hér.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir