Quentin Tarantino hættir við Hateful Eight

Aðdáendur vinsæla en umdeilda leikstjórans Quentins Tarantino verða eflaust fyrir miklum vonbrigðum en leikstjórinn hefur nýverið hætt við gerð myndarinnar Hateful Eight. 


Á undanförnum árum hefur Tarantino unnið sér inn miklar vinsældir með myndum eins og Inglourious Basterds og Django Unchained (sem báðar hafa unnið til verðlauna). Frægastur er hann þó sennilega fyrir Kill Bill myndirnar og Pulp Fiction. Hafa margir beðið þess með eftirvæntingu að sjá meira frá þessum leikstjóra og þá hefur sérstaklega verið mikil spenna yfir Hateful Eight, en hún átti að vera svokallaður vestri, eins og Djago Unchained.

 

Ástæða þess að hann hefur hætt við Hateful Eight er sú að handritið af henni lak á netið. Segir hann sjálfur, samkvæmt deadline.com aðeins hafa sent handritið til örfárra og velvaldra leikara. Skiljanlega er hann mjög svekktur yfir þessu öllu en finnst hann vera tilneyddur til þess að hætta við gerð myndarinnar, sem hefði sennilega komið út á næsta ári. Nú hefur hann ákveðið, samkvæmt The Daily Mail,  að gefa Hateful Eight út sem bók og fara síðan að vinna að öðrum hlutum. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir