Rammagerðin opnar

Í dag var opnuð Gjafavöruverslunin Rammagerðin niðrí miðbæ Akureyrar, nánar til tekið í Hamborg að Hafnarstræti 94.  Boðið verður uppá úrval af ullarvörum og fatnaði frá 66° Norður auk gjafavöru með áherslu á íslenskt handverk. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að sinna betur Norðurlandi, þ.e.a.s. að auka þjónustustigið hér auk þess að vera í meiri nálægð við markaðinn á Norðurlandi. 
Þetta er fjórða verslun Rammagerðarinnar, hinar þrjár eru staðsettar í Reykjavík, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Egilsstöðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir