Rán í Samkaup á Akureyri

Stúlkan var flutt á Lögreglustöđina á Akureyri

Um klukkan 18:00 í gær, 10. Apríl var tilkynnt um rán í Samkaup við Byggðaveg á Akureyri.

Hafði stúlka á tvítugsaldri komið þar inn vopnuð barefli og haft í hótunum við afgreiðslukonu. Hafði stúlkan þvingað afgreiðslustúlkuna til að afhenda sér peninga, en einnig hafði hún slegið til annarar stúlku sem var við störf í búðinni og hlaut sú minniháttar áverka. Þegar þarna var komið við sögu greip viðskiptavinur inní og náði að yfirbuga stúlkuna og halda henni þar til lögregla mætti á staðinn og handtók stúlkuna.

Segir á heimasíðu lögreglunnar að rannsókn málsins miði vel og hafi komið í ljós að stúlkan var alls gáð við handtöku en hafi átt við sálræn vandamál að stíða. Einnig kemur þar fram að starfsfólki og viðskiptavinum hafi verið nokkuð brugðið en töldu sig þó ekki þurfa sérstaka aðstoð eftir atburðinn.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir