Ránið í Gullnámunni

Nánari upplýsingar um Gullnámuránið hafa verið birtar á vef lögreglunnar. En ránið var framið um hádegisbil í dag, í Fjölumboðinu ehf, Geislagötu 12 á Akureyri. Þar eru meðal annars til húsa spilakassar auk annarrar starfsemi.Ræninginn ógnaði starfsmanni með úðabrúsa á meðan hann tók peninga úr afgreiðslukassanum. Hann var grannur og lágvaxinn,  klæddur í dökkar buxur og úlpu með mótorhjólahjálm á höfði og bakpoka.

Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 464-7705 ef það hefur upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum um þetta leiti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir