Rannsókn á Rjúpnastofni heldur áfram

Árið 2006 hófust rannsóknir á rjúpnastofni Íslands og hafa haldið áfram allar götur síðan. Tilgangur rannsóknanna er að rannsaka heilsu rjúpunnar, kanna sveiflur stofnins og hvort það séu lífeðlisfræðilegar skýringar þar að baki.


Áætlað er að rannsóknin muni taka 12 ár en þá er talið að menn nái yfir eitt sveiflutímabil hjá rjúpunni en stofninn sveiflast á 11 ára fresti. Á hverju hausti er farið á sömu svæðin og 100 fuglar skotnir, 40 fullorðnir og 60 ungfuglar. Söfnunin tekur 10-12 daga en úrvinnsla gagna allan veturinn.

Rjúpan er tekin og holdarfar hennar, streyta og ástand fjaðranna skoðað og það síðan borið saman milli ára. Auk þess er stærð rjúpunnar og umfang mælt. Sníkjudýrin á rjúpunni eru skoðuð og hafa fundist 17 tegundir snýkjudýra sem lifa á rjúpunni. Rannsóknirnar hafa þegar skilað árangri fyrir vísindin því nú þegar hafa fundist 7 áður óþekktar tegungdir og nokkrar aðrar sem ekki hafa verið þekktar sem snýkjudýr á rjúpum. Þá er einnig mælt hvernig samsetning sníkjudýranna er á milli ára.

Þegar rannsóknir hófust árið 2006 var rjúpnastofninn á uppleið og náði hann hámarki í kringum 2010. Síðan þá hefur stofninn verið á niðurleið en eins og áður var sagt tekur sveiflan í stofnstærðinni 11 ár. Búast má við endanlegum niðurstöðum einhverntímann í kringum 2018 þegar búið verður að vinna úr gögnum sem hafa safnast. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir