Rannsóknarblađamennska

Mynd: www.editorsweblog.org

Hefur verið lítið notuð hér á landi en erlendis er hún mjög þekkt. Nauðsynlegt er fyrir samfélög til að koma upp um spillingu og óréttlæti sem á sér stað.

Rannsóknarblaðamennska hefur þann tilgang að láta sannleikan koma í ljós í málum, grefur upp mál sem jafnvel hefur verið þagað yfir lengi og kemur þeim uppá yfirborðið. Einnig gefur hún almenningi betri þekkingu á því sem er um að vera í samfélaginu. Blaðamaður grefur upp hluti sem eru að gerast í samfélaginu hvort sem það er á félagslega sviðinu, viðskiptum, stjórnmálum eða stjórnsýslu eða varðar aðra þætti samfélagsins. Það getur tekið viku uppí mánuði að leysa mál og komast til botns í þeim en það þarf síður en svo að vera mjög kostnaðarsamt.

Á Íslandi í dag er það einna helst DV sem tekur fyrir rannsóknarblaðamennsku, fréttaskýringaþættinum Kompási var hætt vegna of mikils kostnaðar við framleiðslu. Hann kom upp um stór mál sem varðar íslenskt samfélag sem dæmi má nefna Byrgismálið þar sem svipt var hulunni af kynferðisbrotum og fjármálasvindli forstöðumannsins. Málið komst uppá yfirborðið og það var rannsakað og fyrir vikið var Byrginu lokað og forstöðumaðurinn dæmdur í fangelsi. Árið 2007 hóf  DV umfjöllum um slæma meðferð á piltum sem að vistaðir voru á Breiðavík í nokkra áratugi á vegum hins opinbera. Farið var að skoða fleiri vistunar- og uppeldisheimili í kjölfarið og greitt bætur til þeirra sem lent í óviðeigandi meðferð. Mér finnst nauðsynlegt að rannsóknarblaðamennsku verði veitt meira fjármagn svo að komist verði upp um alvarleg málefni sem snerta allt samfélagið.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir