Rektor:,,Hćfasti einstaklingurinn varđ fyrir valinu

Rektor sprćkur eftir Háskólafund
Mikið fjaðrafok hefur verið kringum ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttir sem forseta Hug-og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Hefur skólinn og Stefán B. Sigurðsson rektor setið undir hörðum ásökunum í kommentakerfum fjölmiðla og á samskiptamiðlum síðustu daga. Finnst fólki ráðningarferlið hafa tekið langan tíma og ekki hafi verið tekið mark á atkvæðagreiðslu Fræðasviðsfundar í ágúst síðastliðnum. Þá kom saman starfsfólk Hug-og félagsvísindasviðs ásamt fulltrúum nemenda, á þeim fundi hlaut Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona, flest atkvæði. Fordæmi eru fyrir því að rektor byggi endanlega ákvörðun sína á þeirri atkvæðagreiðslu en hann þarf líka að taka við umsögnum dómnefndar og ráðningarráðgjöf Capacent.


Atkvæðagreiðslan


Hug-og félagsvísindasvið fær að gefa sitt álit á hver gegnir stöðu forseta og hefur það hingað til tíðkast að boða til atkvæðagreiðslu til að tryggja að allir geti haft sín áhrif á áliti deildarinnar. Brugðið var út af vananum með því að hafa atkvæðagreiðsluna tvöfalda, fyrst var kosið milli allra umsækjenda sem taldir voru hæfir og svo önnur umferð milli tveggja atkvæðamestu í fyrri umferðinni. Þá hlutu Ólína Þorvarðardóttir og Rögnvaldur Ingþórsson 16 atkvæði hvor og Sigrún Stefánsdóttir 13 atkvæði, fyrir kosninguna var búið að taka við utankjörfundaratkvæðum þeirra sem komust ekki á fundinn. Í seinni umferðinni hlaut Ólína 17 atkvæði og Rögnvaldur 16, og þeir sem komust ekki á fundinn höfðu ekki atkvæðisrétt. Atkvæðagreiðslurnar voru þá sendar til rektors sem álit Fræðasviðsins.

Tafir


Vakið hefur mikla athygli hversu langan tíma ráðningaferlið hefur staðið en fjórðungur af 2 ára ráðningartímabilinu hefur liðið síðan staðan var auglýst og þangað til ákvörðun rektors var kynnt. Ráðningarferli hjá hinu opinbera tekur almennt mun lengri tíma en hjá einkafyrirtækjum. Það stafar af því að dómnefnd þarf að skila áliti og boða þurfti til sviðsfundar. Menntamálaráðuneytið er skylt að skipa einn einstakling í dómnefndina og hefur sú skipun dregist um 8 mánuði. Meta þarf hæfi þeirra sem sækja um svo Fræðasviðsfundur sé að kjósa milli einstaklinga sem geta tekið að sér starfið.

Ráðningin


,,Eitt er alveg á hreinu, hæfasti einstaklingurinn varð fyrir valinu" sagði Stefán B. Sigurðsson rektor. Bæði dómnefnd og ráðningarskrifstofa Capacent skiluðu af sér áliti um að Sigrún væri hæfust. Varðandi mögulegan úrskurð Umboðsmanns Alþingis sem aðrir umsækjendur gætu leitað til hefur rektor engar áhyggjur. Ráðningarferli starfsmanna ríksins hafi verið fylgt til hins ítrasta, hvergi hefur komið fram að flest atkvæði á Fræðasviðsfundi sé bindandi niðurstaða, það sé einungis einn af mörgum þáttum í ferlinu. Hvort seinni atkvæðagreiðslan sé lögleg skiptir rektor sér ekki að einstökum þáttum ferlisins, hann þurfi bara að vega og meta alla þættina og taka endanlega niðurstöðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir