Remember Remember, the fifth of November

Gríman alrćmda

Í kvöld verður Guy Fawkes hátíðin haldinn hátíðleg í Bretlandi. Þá tíðkast sú venja að skjóta upp flugeldum og kveikja í bálköstum þar sem brúða af Guy Fawkes er brennd.

Hátíðin er haldinn til að minnast misheppnaðs samsæris, þegar hópur kaþólskra samsærismanna, þar á meðal Guy Fawkes sem hátíðin er nefnd eftir hugðust sprengja upp Jakob fyrsta, sem þá var konungur og breska þingið í loft upp með því að koma tunnum fyrir með sprengiefni í kjallara Westminsterhallar, 5. nóvember 1605.

Sprengiefnið átti að sprengja við þingsetningu daginn eftir. Samsærið komst hins vegar upp um kvöldið þegar Guy Fawkes var gripinn í kjallarnum en honum hafði verið fallið það verkefni að kveikja í sprengjunni, allir samsærismenn voru handteknir og teknir af lífi.
Í kjölfarið varð Guy Fawkes táknræn mynd fyrir samfélagið og tenging fyrir réttindi almennings. "Við ættum ekki að vera hrædd við stjórnvöld, stjórnvöld ættu að vera hrædd við okkur".

Sagan er löngu orðið þekkt og í dag halda ekki eingöngu bretar upp á þessa hátíð heldur líka sumar af samveldisþjóðunum. Áður fyrr gengu börn um með brúðuna sem svo er brennd 5. nóvember milli manna og betluðu pening, „Penny for the Guy“, í dag tíðkast það þó í mun minni mæli en áður fyrr.  

Upp úr 1980 bjuggu David Lloyd og Alan Moore til grafíska myndasögu, "V for Vendetta". Sagan er um uppreisnarmann að nafni V sem berst gegn bresku ríkisstjórninni. Höfundarnir ákváðu að láta V notast við búning og grímu sem Guy Fawkes og félagar notuðust við í áður nefndri atlögu.  
Árið 2005 kom svo út samnefnd bíómynd og er hún að einhverju leiti byggð á myndasögunum og atburðum 5. nóvembers. Hún fær 8,2 í einkunn inn á IMDB og því tilvalið að skella henni í tækið í kvöld. 

Nokkur ljóð hafa verið samin í kringum hátíðina í gegnum tíðina, til að minnast atburðanna. Þetta hér er eitt af þeim sem er mjög frægt.

 Remember, remember the Fifth of November, 
The Gunpowder Treason and Plot,
I know of no reason
Why the Gunpowder Treason
Should ever be forgot.
Guy Fawkes, Guy Fawkes, t'was his intent
To blow up the King and Parli'ment.
Three-score barrels of powder below
To prove old England's overthrow;
By God's providence he was catch'd (or by God's mercy*)
With a dark lantern and burning match.
Holla boys, Holla boys, let the bells ring.
Holloa boys, holloa boys, God save the King!
And what should we do with him? Burn him!

 Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir