Reynslusaga karlmanns sem ţurfti ađ ţrífa eftir sig

Sótt af: http://www.hotrodhotline.com/

Ţađ var verslunarmannahelgi og lífiđ brosti viđ Akureyringum sem voru ađ sigla inn í enn eina útihátíđina.

Fáir voru spenntari en ungur og lífsglađur bíleigandi á ţrítugsaldri sem,  í tilefni helgarinnar, fékk sér glćný afturdekk til ađ eyđileggja.

Eftir ađ hafa sett ţau undir bílinn ók hann af stađ áleiđis heim til sín. En ţađ er margt sem glepur unga menn og ţarna blasti Glerártorg viđ í öllu sínu veldi; ţađ er ađ segja ţetta stóra og yndislega bílaplan sem breiđir sig yfir stóran hluta Gleráreyra. Löngunin til ađ prófa nýju dekkin varđ öllu öđru yfirsterkari og áđur en hann vissi af hafđi hann beygt inn á ţetta ómótstćđilega malbiksflćmi međ fallegu hvítu línunum sem sýna hvar má leggja og hvar má keyra. Ţar var kerran „sett í reyk“. Fyrir ţá sem ekki vita hvađ ţađ er; ţá er bílnum haldiđ kyrrstćđum međan spólađ er, helst ţangađ til ekkert er eftir af dekkjunum nema minningin ein.

..Og ţađ var spólađ út fyrsta gír... Og annan.. Og ţriđja; og blágrár mökkurinn umlukti bílinn.  Ökuníđingnum (hann var nú orđinn ökuníđingur) varđ litiđ í baksýnisspegilinn og sá ţá ađ út úr reyknum kom karlmađur askvađandi í átt ađ bílnum og greinilegt á svip hans ađ hann hafđi ekki á nokkurn hátt heillast af ţessum gjörningi unga mannsins; sem lagđi í flótta inn á nćsta bílaplan handan viđ götuna.

Ţar var ţessi óstýriláti ungi mađur gómađur af hinum óheillađa og öskureiđa karlmanni og honum lesinn pistillinn. Sá ungi vissi ekki fyrr til en hann stóđ eins og illa gerđur hlutur međ strákúst í annarri hendi og sterkt hreinsiefni í hinni og honum gert ađ ţrífa upp eftir sig biksvört spólförin sem höfđu myndast á tandurhreinu malbikinu. Ađ ţví loknu skildi hann fara og biđja húsvörđinn á Glerártorgi afsökunar. Ţeir sem áttu leiđ um gátu séđ niđurlútan bílastćđadólg (ţví hann var líka orđinn bílastćđadólgur) sveittan ađ puđa viđ ađ ná svörtu spólförunum af bílastćđinu. Hvort hann bađ húsvörđinn á Glerártorgi afsökunar er svo önnur saga.

Í dag er ungi mađurinn smám saman ađ ná sér eftir ţessa erfiđu lífsreynslu. Aksturlag hans hefur ţó breyst til muna. Hann er t.d. enn ađ safna kjarki til ađ setja bílinn sinn í ţriđja gír; en hann hefur látiđ sér nćgja lćgri gíra eftir ţetta. Heyrst hefur ađ hann hafi jafnvel stoppađ viđ gangbraut til ađ hleypa konu yfir sem enn var heima hjá sér. Hann ćtlar aldrei aftur ađ spóla- aldrei nokkurn tímann. Bođskapurinn: Í upphafi skildi endinn skođa...


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir