Ríki í ríkinu

Ríki í ríkinu

Lífeyrissjóðirnir halda Íslenska ríkinu í spennitreyju. Ekkert er orðið gert nema með leyfi Lífeyrissjóða. Íslensku lífeyrissjóðirnir áttu um  2100 milljarða fyrir hrun og er staðan svipuð í dag hjá Íslensku sjóðunum. Ríkið á tæknilega séð 35 % af þeirri tölu sem launafólk og fyrirtæki greiða í sjóðina eða um 12 - 17 % af hverjum mánaðarlaunum. En enginn virðist vilja taka þann slag við sjóðina og í staðinn hækkar ríkisstjórnin bara skattana á almúgann í landinu í stað þess að sækja þessa ca 70 milljarða á ári beint í lífeyrissjóðina sem ríkið á tæknilega séð.

Of ráðandi
Annars finnst mér Íslensku lífeyrissjóðirnir orðnir allt of stórir og valdamiklir í Íslensku samfélagi.

Kannski er kominn tími á að einhver í ríkisstjórn Íslands láti ekki bjóða sér þetta þó svo ég eigi nú frekar von á því að þetta verði látið liggja milli hluta. Fjölmiðlar sýna þessu litla athygli og því ekki nema von að enginn viti neitt um málið.

Hvernig væri að taka umræðuna um meira lífeyrisfrelsi upp á yfirborðið aftur, af hverju setur ríkið lög um lífeyrisgreiðslur á fólkið í landinu þegar svo á móti lífeyrissjóðirnir ráða ríkinu.

Brynjar Eldon Geirsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir