Flýtilyklar
Risa Schnauzer-hundur hjálpar börnum í Ástralíu
Kraftaverkahundurinn Ralf er orðinn fastur starfsmaður hjá barnaspítalanum (Royal Children's Hospital) í Melbourne, Ástralíu eftir að hafa hjálpað fjöla barna sem dvelja á spítalanum.
Vinalegi hvuttinn kemur og lítur eftir sjúklingum sínum alla mánudaga, hann situr hjá þeim sem eru að fara í gegnum lyfjameðferð og fer með öðrum í gönguferðir um ganga spítalans.
Ralf fékk hina tveggja ára gömlu Claire, sem glímir við erfitt krabbamein, til þess að standa á fætur og byrja að labba aftur eftir erfiða aðgerð. Og eftir það er hún óstöðvandi.
Ralf er einnig einn af hápunktum í vikunanr hjá hinum 15 mánaða gamla Zeke, en hann lifnar allur við og brosir út að eyrum í hvert skipti sem hundurinn kemur í heimsókn til hans.
Ralf er aðeins einn af mörgum hundum sem hafa það hlutver að gleðja börn barnaspítalans og þykir verkefnið ganga svo vel að meira
fjármagn hefur verið sett í það til þess að bæta við hundum.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir