Risa Schnauzer-hundur hjálpar börnum í Ástralíu

15 mánaða gamli Zeke og hvuttinn Ralf

Kraftaverkahundurinn Ralf er orðinn fastur starfsmaður hjá barnaspítalanum (Royal Children's Hospital) í Melbourne, Ástralíu eftir að hafa hjálpað fjöla barna sem dvelja á spítalanum.

Vinalegi hvuttinn kemur og lítur eftir sjúklingum sínum alla mánudaga, hann situr hjá þeim sem eru að fara í gegnum lyfjameðferð og fer með öðrum í gönguferðir um ganga spítalans.

Ralf fékk hina tveggja ára gömlu Claire, sem glímir við erfitt krabbamein, til þess að standa á fætur og byrja að labba aftur eftir erfiða aðgerð. Og eftir það er hún óstöðvandi.

Ralf er einnig einn af hápunktum í vikunanr hjá hinum 15 mánaða gamla Zeke, en hann lifnar allur við og brosir út að eyrum í hvert skipti sem hundurinn kemur í heimsókn til hans.

Ralf er aðeins einn af mörgum hundum sem hafa það hlutver að gleðja börn barnaspítalans og þykir verkefnið ganga svo vel að meira fjármagn hefur verið sett í það til þess að bæta við hundum.

2ja ára gamla Claire og Ralf


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir