Risti nafn sitt í hold elskhugans

Bretinn Wayne Robinson, 24 ára, vaknaði upp á hrikalegan hátt sl. sumar. Sængurfötin voru útötuð í blóði og hann fann fyrir miklum sársauka bæði á handleggjum og á baki. Dominique Fisher, 22 ára kona sem hann hafði kynnst nokkrum dögum áður, var búin að rista inn bæði nafn sitt og alls konar tákn á líkama Waynes.

Wayne hitti Fisher á bar í Blackburn og skemmti sér í hennar félagsskap í nokkra daga. Hann mun seint gleyma því. Fisher er nú kærð fyrir að hafa rist nafn sitt á handlegg Waynes, samkvæmt Blackburn Citizen. Hún náði einnig að rista eins konar flókið munstur á hinn handlegginn og stjörnu á bakið.
„Ég er húðflúrari og ég hélt þér myndi líka þetta“, sagði konan samkvæmt Wayne Robinson. Fisher segist ekki hafa brotið af sér heldur segir hún að Wayne hafi samþykkt þetta. „Hann var vakandi og við vissum bæði hvað við vorum að gera“, segir Fisher.

Heimild: Aftonbladet

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir