Rjúpnaveiđar hafnar

Ţessi hefur sennilega lifađ af áhlaup helgarinnar Mynd: www.ust.is

Síðastliðin föstudag hófust rjúpnaveiðar og má segja að heiðar landsins hafi fyllst af mannskap.

Sóknardagar rjúpnaveiðitímabilsins í ár eru 9 og skiptast þeir á 4 helgar. Fyrsta helgin er af baki og því eru 6 dagar eftir.

Landpósturinn fór upp á Reykjaheiði og tók nokkrar skyttur á tal og kannaði hvernig hefði gengið. Voru allir á eitt sammála að sjaldan hefðu menn séð eins lítið af fugli fyrstu daganna. Aflatölur voru á bilinu 0-5 rjúpur á bíl sem telst heldur betur lítið. Menn töluðu um að hret sem komið hafði á miðvikudeginum fyrir helgina hefði gert það að verkum að rjúpan hefði sennilega fært sig eitthvað um set.

Það má því ætla að ekki allir hafi fengið í matinn fyrstu helgina en það eru þrjár helgar sem menn hafa til að bæta úr því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir