Rjúpnavertíđinni lokiđ

Rjúpnaveiđin var heilt yfir léleg á Norđurlandi

Um helgina kláraðist rjúpnatímabilið en vonsku veður hefur sett svip sinn á vertíðina að þessu sinni.

Vegna veðurs að þá voru margir sem áttu eftir að ná sér í jólasteikina og bar þess gaum á heiðum landsins um helgina, en þær voru yfir fullar af rjúpnaskyttum. Blaðamaður landpóstsins var búinn að heyra í þónokkrum skyttum um helgina og var veiðin dræm hjá flestum, menn voru með núll til fimm fugla og voru þess utan að sjá lítið. Þó voru einstaklingar inn á milli sem sáu töluvert af fugli sem hafi verið illviðráðanlegur af styggð.

Rjúpnatímabilið hefur verið óvenju slakt á Norðurlandi í heildina litið og hefur veðrið ráðið þar mestu. En nú um helgina var fyrst hægt að ganga til rjúpna í sæmilegu veðri. Mikil umræða skapaðist um fyrirkomulag veiða og ef Skotvís nær að koma einhverjum af sínum tillögum á framfæri að þá má búast við breytingum á veiðifyrirkomulagi.

Má því búast við að einhverjir hafi gengið ósáttir frá borði þetta tímabilið og ekki fengið í jólasteikina.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir