Rólegt á Akureyri í nótt

Mynd: logreglan.is

Frekar rólegt var að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt þó gistu tveir menn fangageymslur lögreglunnar á Akureyri. Annar var handtekinn fyrir aðild af minniháttar líkamsárás en hinn eftir að hafa brotið rúðu í fjölbýlishúsi þar sem hann var gestkomandi. Að öðru leyti segir lögreglan að skemmtanahald næturinnar hafi farið vel fram.

Lögreglan hafði einnig afskipti af ökumanni sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis. Var blóðsýni tekið úr manninum og honum gert að hætta akstri.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir