Rolling Stones 50 ára

Mynd: somethingelsereviews.com

Liðin eru 50 ár síðan hljómsveitin The Rolling Stones steig fyrst á svið. Ætla þeir félagar í tilefni af því að gefa frá sér ljósmyndabók sem mun innihalda yfir 700 ljósmyndir frá ferlinum þeirra.

Bókin mun koma út þann 12. Júlí 2012 en það er einmitt dagurinn sem þeir stigu fyrst á svið í Marquee klúbbnum sem staðsettur var við Oxford Street í London. Flestar myndirnar koma frá æsifréttablaðinu Daily Mirror. Af þeim 700 myndum sem munu prýða bókina verða 300 af þeim í lit, en hún verður 352 blaðsíður og mun verða seld á um 30 pund.

Nú er að bíða og sjá hvort rokkararnir munu hlusta á aðdáendur sína því margir vilja sjá þá taka tónleikaferðalag í tilefni af 50 árunum. Þeir hafa ekkert látið uppi hvort þeir láti verða af því, en stirt samband hefur verið á milli Mick Jagger, söngvara hljómsveitarinnar og Keith Richards gítarleikara.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir