Ronnie Coleman á landinu

Ronnie Coleman
Ronnie Coleman áttfaldur Herra Ólympía er staddur á landinu og mun hann koma fram á  Iceland Health and Fitness Expo sem haldin er af Hjalta Úrsus í samstarfi við Fitness Sport.  Ronnie Coleman er einn þekktasti vaxtaræktarmaður heimsins í dag.

Ronnie sem er 48 ára er 180 cm á hæð og 150 kg af hreinu kjöti. Hann starfaði sem lögreglumaður í Texas áður en hann varð atvinnuvaxtaræktarmaður. Coleman sást í Word Class í dag þar sem hann var að taka í lóðin. Hann skrifaði á Twitter síðu sína í dag „Trying to get a pump here in cold Iceland“

Ronnie eða Big Ron eins og hann kýs að kalla sig mætti í létt spjall hjá Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í dag þar kom meðal annars fram að upphalds æfingin hans væri hnébeygja og að hann væri á lausu sem er ótrúlegt. Ronnie er þekktur fyrir frasa sína og kom hann með sína bestu í þættinum sem eru “Everybody wants to be a bodybuilder, but don’t nobody want to lift no heavy-ass weights.” og “Ain’t nothin’ but a peanut.”

Hér má sjá Coleman á æfingu: http://www.youtube.com/watch?v=EP-OYrkdFX8

 

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir