Ruddabolti getur veriđ varasamur !

Ruddabolti M.Í. 2012 Mynd Ingibjörg Snorra

Í fyrstu var talið að nemandi kvennaliðs í Ruddabolta MÍ hafi ökklabrotnaði í dag, en í ljós kom að hún er óbrotin. Átök eru oft mikil í Ruddaboltanum, eins og sjá má á myndskeiði sem fylgir fréttinni. 

Aðspurður segir Tómas Helgi Svavarsson, Sprellikarl Nemendafélags MÍ í viðtali við blaðamann Landpóstsins í dag, ekki algengt að nemendur slasist. Hann mundi þó eftir einum sem fékk heilahristing í fyrra, en slysin gera ekki boð á undan sér. 

Það má toga, ýta, hrinda og fella, en ekki taka hálstaki, kýla, bíta eða rífa í hár sagði Tómas. Tómas heldur utan um Ruddabolta MÍ í ár, en þetta er einn af árlegum viðburðum Nemendafélags skólans.

Ruddabolti MÍ fór fram í dag frá 13-15 í rigningu og fannst keppendum það bara meira fjör eins og einn þeirra orðaði það. Segir Tómas reglur ekki niðurnegldar, en passað er upp á eftir bestu getu að enginn slasi sig og eru veitt gul og rauð spjöld, sem refsing við of harkalegum átökum. 

Hann segir þátttöku alltaf mjög góða og liðaskipan sé misjöfn, en alltaf er eitt busalið, annað eldri nemenda lið og svo blönduð bekkjalið. Í ár taka þátt 4 karlalið og 3 kvennalið. Spilaðir eru tveir 5 mínútna hálfleikir og leikið til úrslita uns eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 


Stúlkur í Ruddabolta MÍ 2012 (Mynd Ingibjörg Snorra)

Til að skora mark, þarf boltinn að vera á lofti, en helst þarf að henda honum upp og sparka honum en líka má skalla hann. Ekki má sparka bolta frá jörðu í markið, eða kasta honum. Keppt er í bæði karla- og kvennaflokkum. 

Blaðamaður spurði út í búninga, eftir að hafa séð einn í snjógalla og annan á stuttbuxum. Tómas hló og sagði strákana lítið að spá í það, það væru frekar stelpurnar, sem væru að “vera í stíl”. Blaðamaður spurði hvað það þýddi að vera Sprellikarl í Nemendaráði, sagði hann það vera einhverskonar íþróttafulltrúa, sem heldur utan um alla íþróttaviðburði skólans. 

Í lokin spurði blaðamaður Tómas um nafn liðsins sem hann spilaði með. Heitir það Ruddasokkarnir, eftir leik sem hann og vinir hans spila stundum á Facebook og bætti hann við “þetta er rosalega gaman”.

Nemendaráð fylgist með öllum leikjum og frammistöðu og hefur lokaorð sem dómari á vellinum. Úrslit verða kynnt og viðurkenningar veittar á lokahófi Ruddaboltans sem fer fram í kvöld og þá verða jafnframt útnefndir bestu leikmenn, eða mestu Ruddarnir.


Tómas Helgi Svavarsson
Sprellikarl

Fyrir þá sem hafa aldrei séð Ruddabolta er tilvalið að kíkja á YouTube og sjá myndskeið með samantekt af leikjum frá 2011.

Ingibjörg Snorra

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir