Rugla orðunum apótek og bakarí saman

Sumir rugla orðunum apótek og bakarí saman
Ofboðslega var ég glöð þegar ég sá að einhver annar en ég þorði að viðurkenna að það ruglaði orðunum bakarí og apótek saman. Ég las grein um þetta fyrir nokkrum árum og leið ekki lengur eins og algjörum aula því ég hélt ég væri sú eina sem þetta þvældist fyrir. Á vísindavefnum hefur verið sent inn fyrirspurn um ruglinginn og þar er svarað um mögulega skíringu á þessu þessu:

"Hvort tveggja eru þriggja atkvæða orð (ap-ó-tek, bak-ar-í) sem hljóma svolítið útlenskulega, enda eru þau bæði af erlendum uppruna. Fyrstu tvö hljóðin í orðunum (ap og ba) eru líka nokkurn veginn spegilmyndir hvors annars þar sem apótek er oft borið fram sem abótek. Þar að auki eru bæði apótek og bakarí sérverslanir þar sem fólk fer nær eingöngu til að kaupa tilteknar vörur".

Þetta eru góðar tillögur en engu að síður einkennilegt vandamál og sem er ennþá skritnara er að ekki eru allir sem kannast við að rugla þessum orðum saman, heldur bara sumir. Gott er að taka fram að það er ekki merking orðanna sem vefst fyrir fólki heldur er það í hvaða tilfellum hvaða orð á að nota.

Guðfinna Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir