Ryan Gosling á síðustu dropunum að skutla Mendes

Félagarnir Valur og Gosling.

Hollywood stjarnan Ryan Gosling hefur dvalið á Íslandi meira og minna í allt sumar. Kanadíski leikarinn góðkunni hefur verið víða á ferð og flugi en á dögunum sást til kauða við Fitjar í Njarðvík þar sem hann hugðist setja eldsneyti á bílinn sinn. En svo virtist sem hjartaknúsarinn hafi verið á allra síðustu dropunum.

Hollywood stjarnan Ryan Gosling hefur dvalið á Íslandi meira og minna í allt sumar. Kanadíski leikarinn góðkunni hefur verið víða á ferð og flugi en á dögunum sást til kauða við Fitjar í Njarðvík þar sem hann hugðist setja eldsneyti á bílinn sinn. En svo virtist sem hjartaknúsarinn hafi verið á allra síðustu dropunum.

Valur Margeirsson eigandi Orkunnar að Fitjum hitti Gosling og aðstoðaði hann við að fylla bílinn. Leikarinn var á hraðferð, en hann var að keyra Evu Mendes unnustu sína í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hún var við það að vera of sein í flug. Þrátt fyrir það gaf Gosling sér tíma til að spjalla við Val á bensínstöðinni og stilli sér meira að segja líka upp í myndatöku með honum. Valur segir leikarann hafa verið hinn viðkunnalegasta og alveg lausan við alla stjörnustæla.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir