Ryan Gosling til bjargar

Ryan Gosling
Bandaríski leikarinn og eftirlæti flestra kvenmanna í heiminum í dag, Ryan Gosling, gerði sér lítið fyrir og bjargaði mannslífi í gærdag. Málið hefur vakið mikla athygli, og samskiptsíðan Twitter hefur logað.

Leikarinn geðþekki bjargaði Laurie Penny, blaðamanni, frá því að verða fyrir leigubíl í Manhattan og greindi hún frá því á Twitter-síðu sinni að hann hefði rifið hann frá leigubílnum, í þann mund sem hún var að stíga í veg fyrir hann. Hún gerði þó ekki mikið úr málinu og sagði að flestir aðrir hefðu gert slíkt hið sama.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ryan Gosling tekur upp á einhverju svona, en hafði fyrir nokkrum mánuðum síðan, stöðvað slagsmál milli nokkurra manna, í sömu borg. En það atvik fór endaði einnig á veraldarvefnum, þar sem atvikið náðist á myndavél. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir