Sáđlát & ull

Ritdómur á bók dr. Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu.

Bókin kom út árið 2010 af bókaútgáfunni Veröld sem er staðsett í  Reykjavík og er þetta fimmta bók Bergsveins og hans þriðja skáldsaga. Áður hefur hann gefið út tvær ljóðabækur. Svar við Bréfi Helgu er önnur bók hans sem er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna, en hún var einnig tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna árið 2012.


Bókin fjallar um Bjarna, sem hefur starfað sem bóndi alla sína ævi og hann er að skrifa bréf til ástkonu sinnar. Þeirra fyrstu samskipti voru ekki meira en hann losaði í lopapeysuna hjá henni. Eftir þetta atvik varð til vitneskju margra um hvað hafði gerst og þá komst kona bóndans, Unnur, að þessu athæfi og varð móðursjúk. Enda ekkert skrítið þar sem samband þeirra var brothætt fyrir. Samt sem áður þá var það ekki nóg til þess þau héldu sig hvort frá öðru. Þegar Bjarni fór í eitt skipti til Helgu í þeim tilgangi að skoða kindurnar  þá enduðu þau í heitum ástarleik í fjárhúsunum. Við þennan ástarleik verður Helga ólétt og stingur upp á að hann komi með henni til Reykjavíkur. Bjarni átti hins vegar erfitt með að slíta sig frá sveitinni og kaus hann því ekki að fylgja Helgu. Þannig slitnar samband á milli þeirra, þó svo að loginn hafi aldrei slokknað. Þannig líður tíminn og þarf Bjarni að fylgjast með dóttur sinni vaxa í fjarska, án þess að geta sagt henni að hann sé hennar raunverulegi faðir.


Sagan er vel skrifuð og mjög auðvelt að lifa sig inn í hana, það er ótrúlegt hvað Bergsveini tekst að koma lesanda inn í hugarheim bóndans, bæði finnur lesendi til með Bjarna og dæmir hann á sama tíma fyrir svik sín á eiginkonu sinni. Það er alltaf gaman að lesa sögu sem koma á óvart, sérstaklega þegar verið er að fjalla um hið óafbrigðilega í hinu venjulega. Þrátt fyrir að bóndinn komi fram sem frekar venjulegur, gamaldags verkamaður þá býr í honum mjög ómannlegur þáttur sem er fordæmdur af því samfélagi sem hann býr í.

Þessi bók mjög þétt skrifuð, er góð lesningu þar sem er alltaf einhver atburður sem heldur flæðinu gangandi. Það má svosem deila um skemmtannagildi atburða fyrir lesandann en það er persónubundið eins og margt annað. Þetta flæði hjálpar lesendanum að lifa sig inn í bókina og er höfundur mjög fær um að búa til góða tengingu fyrir lesanda með frásagnarstíl sínum. Með því að sýna það sem samfélagið samþykkir ekki í hinu hefðbundna íslenska sveitarlífi, þá leiðir höfundur lesandann í hugarheim sem vanalega er falinn fyrir hinu opna auga. Sá hugarheimur er frekar brenglaðari og kannski er höfundur að reyna að sína fram á að þrátt fyrir að einstaklingur líti eðlilega út þá gæri leynst eitthvað brenglað í honum. Ef horft er á persónu bóndans að utanverðu þá er hann holdgervingur hins íslenska verkamanns, er alls ekki að tjá sig mikið um sínar tilfinningar og heldur þeim fyrir sjálfan sig. Húmor sökunnar er mjög kaldhæðinn og að vissu leiti frekar sjúkur, getur fengið lesandann til að skammast sín örlítið fyrir að flissa yfir vissum atburðum sem eiga sér stað í sögunni.

Óhætt að segja að bókin kom skemmtilega á óvart og fær lesandann til að vilja halda áfram eftir hvern kafla. Samt er skiljanlegt að þessi bók sé kannski ekki fyrir alla og það krefst mikillar þolimæði að lesa bókina, því þó svo að mikið sé um atburði þá hafa þeir mis mikið skemmtanagildi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir