Sælla að gefa en þiggja

Einu sinni langaði mig að vera besta fótboltakona í heimi, mig dreymdi um að verða heilaskurðslæknir og helst að verða leikkona líka. Mig langaði að verða rík og fræg, eiga flottann bíl og fallegt hús. Þetta var draumalífið og ef þessu yrði náð myndi maður alltaf vera hamingjusamur.

Síðan eru liðinn 10 ár. Bernskuárin að baki og ég er af einhverjum talinn fullorðin kona. Það hefði auðvitað verið einstakt að ná langt í knattspyrnu, það hefði líka verið gaman að leggja á sig að verða heilaskurðlæknir en til þess hefði maður þurft að fórna og í sumu tilvikum er eitthvað annað dýrmætara.10 ár síðan hugsunarhátturinn minn var sáraeinfaldur, ég ætlaði "bara" að verða rík og fræg, leikkona, heilaskurðlæknir og fótboltastjarna...no biggie! 

Mikið hefur vatnið runnið til sjávar, mér fannst það lengi vel öfundsvert að vita ekki aura sinna tal og geta ekki gengið niður götu án þess að það yrði talað um mig. Í dag eru langanir mínar af öðru tagi, mig langar að vera heilbrigð sem lengst af ævi minni, fá að eyða eins mörgum klukkutímum með fjölskyldu og vinum eins og ég get, eiga heimili sem mér líður vel inn á, hafa fjárhagslegt öryggi og fá að stofna fjölskyldu einn daginn. Ef þetta tekst hjá fólki þá tel ég það vera virkilega ríkt.

Fólkið sem mér finnst öfundsvert í dag er fólk sem er óeigingjarnt, með stórt hjarta og tilbúið að gefa af sér. Þegar ég vakna á morgnana er það alltaf markmiðið mitt að láta aðra brosa og líða vel með sjálfa sig yfir daginn - gefa af mér, stundum tekst það og stundum ekki. Þá daga sem það tekst er ég hamingjusamari en hina dagana.

Nú líður að jólum, uppáhalds árstíminn minn er að ganga í garð, vonandi fullur af gleði. Það sem minnkar gleðina er samt að hugsa til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, sem geta einfaldlega ekki horft á þennann tíma sem gleðiríkann. 
Það er sárt að hugsa til þeirra sem munu ekki eiga gleðileg jól og ennþá sárar að hugsa um þau börn sem eiga erfitt fyrir og í kringum jólin. Jólin er nefnilega tími barnanna.
Í fyrra birtust margar sögur í fjölmiðlum af fólki sem sá ekki fram á góð jól. Þess vegna finnst mér mikilvægt að fyrir þessi jóli gefi fólk sér tíma til að gefa af sér, maður græðir alltaf þegar maður er tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. 

Ég hvet alla til að hafa það að markmiði að gera allavega eitt góðverk í jólaösinni í ár, hvort sem það er að aðstoða góðkunningja eða vin, setja pakka undir jólatréið á Glerártorgi eða í Kringlunni, gefa einn kjól eða skyrtu til Rauða Krossins eða til annarra hjálparstofnanna, eða að styrkja góð málefni með peningagjöf. 
Bros og kurteisi kostar líka ekki neitt en gefur mikið. 

Vonandi fá allir að halda gleði- og friðarjól þess jólin    

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir