Safnađ til styrktar Unicef

FSH. Mynd/Jóhannes Sigurjónsson
Framhaldsskólinn á Húsavík hélt kvöldvöku síðastliðið fimmtudagskvöld þar sem salur skólans var skreyttur kertaljósum og kósíheitin voru í hámarki. 

Fyrrum og núverandi nemendur skólans stigu á stokk og spiluðu á hljóðfæri og sungu undir og fór fram æsispennandi Barsvar-keppni á milli gesta. Barsvar er á Húsavík nýyrði yfir Pub-quiz.

Rukkað var inn á skemmtunina til styrktar UNICEF og átaki þeirra í söfnun fyrir börn í Sýrlandi. Rúmlega 50 þúsund krónur söfnuðust til átaksins sem Nemendafélag skólans gaf Unicef.

,,Þetta er landssöfnun nemendafélaga fyrir Unicef, frábært málefni og við að sjálfsögðu tókum þátt. Það var góður hugur fyrir þessu og þetta lagðist vel í mannskapinn en mæting var mjög góð,” sagði Sindri Ingólfsson, formaður Nemendafélags Framhaldsskólans á Húsavík.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir