Saga páskaeggja

Saga páskaeggja á Íslandi er  ekki löng en sú hefð byrjaði ekki fyrr en á öðrum áratug 20. aldar en hafði verið lengur í gangi í Evrópu.

Á miðöldum urðu leiguliðar í Mið-Evróipu að greiða landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska ár hvert.  Egg voru eftirsóknarverð á vorin í kringum páskana því þá voru hænurnar ný byrjaðar að verpa aftur eftir árlegt vetrarhlé. Landeigendur fóru seinna að gefa fimmtung af eggjunum til bágstaddra og er hefðin að gefa börnunum páskaegg dregin af þessum sið.  Seinna var farið að skreyta þau og mikið af hefðum hefur skapast í kringum það um allan heim.

Á 19. Öld var svo farið að framleiða páskaegg en þau komu ekki til Íslands fyrr en í kringum 1920.

Í dag eru páskaegg ómissandi þáttur af páskahátíðinni, þá sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni sem finnst fátt skemmtilegra en að vakna á Páskadagsmorgun og hlaupa um allt hús í leit að páskaegginu langþráða.

 

 

 

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir