Sálin hans Jóns míns kveður Sjallan?

Sálin
Líklegt verður að teljast að um páskana, verði síðasta tækifæri fólks til þess að sjá Sálina troða upp í Sjallanum. 

Ástæðan fyrir því eru áform tilvonandi kaupenda á Sjallanum, að leggja hann niður og breyta honum í hótel. Tilboðinu hefur verið tekið, og er það aðeins í höndum bæjaryfirvalda, hvað verður gert í framhaldinu. Það er óhætt að segja að það verður mikill missir af Sjallanum, en með honum mun balla-stemmingin eins og hún þekktist, nánast algjörlega deyja með honum.
Stefán Hilmarsson forsöngvar Sálarinnar tekur það fram í viðtali við DV, að hann muni sakna Sjallans, en á föstudaginn langa, muni þeir halda uppi miklu fjöri þar og spila sín þekktustu lög.
Það er því tilvalið fyrir Sálar og Sjalla aðdáendur, að gera sér glaðan dag og mæta í Sjallan á föstudagin langa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir