SALVÍA - Ný verslun á Húsavík

Mynd úr einkasafni Ölmu Lilju

 SALVÍA er ný gjafa- og hönnunarvöruverslun sem opnuð var á Húsavík núna í lok nóvember. Verslunin er staðsett að Stóragarði 11 við hlið Háriðjunnar. Verslunareigandinn og konan á bakvið SALVÍU er Alma Lilja Ævarsdóttir en hægt verður að kaupa vörur frá m.a. Sveinbjörgu, Nicholas Vahé og House Doctor.

Verslunin, sem er afar smekkleg, gleður svo sannarlega augað. Húsvíkingar og nærsveitungar munu því eflaust taka SALVÍU fagnandi enda desember framundan og  þá flestir kjósa að gleðja sína nánustu með hlýju og gjöfum.

Myndir úr einkasafni Ölmu Lilju

Ljósmynd á búðarborðinu af Hildi Lilju ömmu Ölmu Lilju

Myndir úr einkasafni Ölmu Lilju 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir