Sandkassaleikur á sunnudagsmorgni

Gísli Martein og Sigmundur Davíð
Í þættinum sunnudagsmorgunn hjá Gísla Marteini Baldurssyni kom forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og ræddu þeir um að fjölga bankastjórum í Seðlabankanum.

Gísli segir að fréttin sé kominn af fréttamiðlinum Eyjunni sem margir telja að sé stjórnað af framsóknarmönnum og mikið sem þar kemur farm reynist vera rétt.  Viðtalið í heild sinni kom svoldið illa út eiginlega bæði fyrir Sigmund og hans flokk og fyrir Gísla og hans flokk þó að Gísli sé búinn að draga sig út úr stjórnmálum þá vita flestir að hann hefur mjög sterkar skoðannir á stjórnmálum. Gísli vill meina að með því að setja tvo aðra bankastjóra þá eru framsóknarmenn að koma sinni stefnu inn í Seðlabankann.  Svo byrja þeir að hnakk rífast og eru alls ekki samála um hlutina sem er bara ekki alveg við hæfi fyrir þessa virtu menn þeir haga sér svoldið eins og leikskólabörn. 

Gísli leifir Sigmundi ekki að svara og skíra út sínar skoðannir og Sigmundur er ekki sáttur við það. Sigmundur vill meina að Gísli sé að setja orð í hans munn, sem Gísli kannski kemst ekki fram hjá þar sem Sigmundur talar svoldið þannig að ekki er hægt að komast fram hjá því að setja orð í hans munn til að skilja hans meiningu. Gísli segir að Sigmundur sé ekki að svara spurningum sínum er það kannski af því hann fékk ekki að gera það. Það er því augljóst að viðtalinu loknu að mennirnir eru mjög ósamála og virðist viðtalið bara verið ein stór keppni á milli þessara tveggja manna.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir