Sasha Baron Cohen hneykslar einu sinni enn

Mynd af heimasíðu Eonline

Leikarinn Sasha Baron Cohen kom svo sem ekki mörgum á óvart þegar hann gerði allt brjálað á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi. 

Hann mun frumsýna nýja mynd á næstunni, The Dictator þar sem hann leikur Aladeen ofursta – en hann mætti einmitt sem sá karakter á rauða dregilinn.

Ryan Seacrest tók viðtal við Aladeen, sem þeytti af sér bröndurunum. Hann sagðist meðal annnars vera í fötum eftir John Galliano, hönnuð sem komst í fréttirnar eftir að hafa sagst elska Hitler.

Aladeen hafði með sér krukku sem átti að innihalda ösku einræðisherrans Kim Jong-Il. Hvort sem það var óvart, eða ekki – þá missti hann öskuna yfir Ryan Seacrest og var í kjölfarið vísað í burtu frá hátíðinni.

Seacrest tók þessu ekki alvarlega og sagði að mamma hans hefði alltaf sagt honum að taka með sér tvo jakka á rauða dregilinn. Hann hefði aldrei skilið það, fyrr en nú.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir