Sauli Niinistö verđur nćsti forseti Finnlands

Sauli Niinistö

Finnski íhaldsmaðurinn Sauli Niinistö verður 12. forseti Finnlands eftir sigur í annari umferð forsetakosninganna í kvöld. 

Kosningaúrslitin urðu að Sauli Niinistö fékk 62,6% atkvæða en andstæðingur hans Pekka Haavisto, frambjóðandi græningja, fékk 37,2%.   Þetta var seinni umferð forsetakosninganna í Finnlandi þar sem engin frambjóðandi náði meirihluta í fyrstu umferð.

Aðeins 68,9% kusu í seinni umferðinni og er það minnsta kosningaþáttaka síðan 1950.  Sami Borg kosningasérfræðingur hjá finnska ríkissjónvarpinu YLE segir að þetta gæti verið í fyrsta skipti sem kosningaþáttaka í þessum tveimur umferðum sé minni en í þingkosningum.  Kjörsókn í síðustu þingkosningum var 70,5% bæti hann við.

Sigur Sauli Niinistö, frambjóðanda Samstöðuflokksins, þykir nokkuð merkilegur  því hann bindur enda á 30 ára setu jafnaðarmanna í embætti forseta Finnlands.  

Eini málaflokkurinn sem forsetinn getur haft einhver áhrif á er í Evrópumálum að öðru leiti er embættið valdalaust viðhafnarembætti.  Sauli Niinistö er hlyntur frekari samruna við ESB og því verður engin breyting á stefnu Finna í Evrópumálum.

Sauli Niinistö tekur við forsetaembættinu af Tarja Halonen 1. mars næstkomandi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir