Flýtilyklar
Sauli Niinistö verður næsti forseti Finnlands
Finnski íhaldsmaðurinn Sauli Niinistö verður 12. forseti Finnlands eftir sigur í annari umferð forsetakosninganna í kvöld.
Kosningaúrslitin urðu að Sauli Niinistö fékk 62,6% atkvæða en andstæðingur hans Pekka Haavisto, frambjóðandi græningja, fékk 37,2%. Þetta var seinni umferð forsetakosninganna í Finnlandi þar sem engin frambjóðandi náði meirihluta í fyrstu umferð.
Aðeins 68,9% kusu í seinni umferðinni og er það minnsta kosningaþáttaka síðan 1950. Sami Borg kosningasérfræðingur hjá finnska ríkissjónvarpinu YLE segir að þetta gæti verið í fyrsta skipti sem kosningaþáttaka í þessum tveimur umferðum sé minni en í þingkosningum. Kjörsókn í síðustu þingkosningum var 70,5% bæti hann við.
Sigur Sauli Niinistö, frambjóðanda Samstöðuflokksins, þykir nokkuð merkilegur því hann bindur enda á 30 ára setu jafnaðarmanna í embætti forseta Finnlands.
Eini málaflokkurinn sem forsetinn getur haft einhver áhrif á er í Evrópumálum að öðru leiti er embættið valdalaust viðhafnarembætti. Sauli Niinistö er hlyntur frekari samruna við ESB og því verður engin breyting á stefnu Finna í Evrópumálum.
Sauli Niinistö tekur við forsetaembættinu af Tarja Halonen 1. mars næstkomandi.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir