Seldi sál sína fyrir hæfileikana?

Tévez. Hvaða barn myndi ekki hræðast þennan mann?
Fótboltamaðurinn Carlos Tévez hefur verið mörgum hugarefni sökum vægastsagt sérstakrar hegðunar sem og einstaka hæfileika á knattspyrnu vellinum. Tévez lenti ungur í slæmu slysi þegar að sóðandi vatn sullaðist yfir hann og brenndi hann illa á efri hluta likamans. Hann ber enn þann dag í dag örin sem hann hlaut við þetta slys og hefur neytað að láta laga þau með nútíma tækni vegna þess, að eigin sögn, að hann telur þau vera partur af þeim sem hann er í dag og þeim sem hann var á sínum yngri árum.

Þegar Tévez var fyrst keyptur til Englands á sínum tíma gekk honum illa að fóta sig í ensku deildinni og svo reyndist vera mikil óvissa með eignarhald hans þegar að selja átti hann til Manchester United. Þurfti þá að fara dómstóla leiðinni til að skera á um hvernig standa ætti að þeim málum og var niðurstaðan sú að umboðsmaður hans væri eigandi hans, já eða "samnings" hans. Hann var því lánaður til Man Utd en dvöl hans þar endaði illa þar sem að hann sakaði félagið um að fara illa með sig og var á endanum seldur til grannanna í Manchester City.

Vera hans hjá City, eins og hún byrjaði vel, hefur snúist upp í algera martrð fyrir Tévez þar sem að hann lenti í útistöðum við þjálfara liðsins og reyndi hvað hann gat að komast frá liðinu á sínum tíma. Ekkert lið var þó tilbúið að taka Tévez í sínar raðir og er hann enþá leikmaður City og bara nú fyrst í þessari viku sem að hann spilaði leik fyrir City í um hálf ár.

Þannig hefur Tévez glímt við vandamál nánast allan sinn feril bæði utan vallar sem innan þó að vissulega búi hann yfir miklum hæfileikum í íþróttinni. Ég spyr því hvort að hann hafi ekki bara selt djöflinum sálu sína fyrir hæfileikana en gleymt, eins og svo oft vill gerast, að lesa smáa letrið í samningnum og sé því dæmdur til að hræða lítil börn hvert sem hann fer og glíma við endalaus vandamál sem að aftra honum í að geta einhvern tíman komist í flokk þeirra bestu.

Hrafn Gunnar Hreiðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir