Sena hjálpar til við jólagjafainnkaup

Nú þegar jólin eru að nálgast fara auglýsingar mikið að snúast um hvað sé gott að setja í jólapakkann hjá vinum og ættingjum. Blaðamaður Landspóstsins fór á kynningu hjá Senu og forvitnaðist um hvað þeir væru með í boði fyrir þessi jólin.

Sena er útgáfufyrirtæki á Íslandi og einnig umboðsaðili fyrir stórfyrirtæki á borð við PlayStation, Sega, Universal og Sony svo fátt eitt sé nefnt. Það leikur enginn vafi á því að úrvalið mun vera mikið hjá þeim þetta árið, hvort sem það er tónlist, DVD, bækur eða tölvuleikir. Þeir sem komust til að mynda ekki á íslensku kvikmyndirnar Djúpið og Svartur á leik þurfa ekki að örvænta því þær verða komnar út á DVD fyrir jólin.

Þeir kynntu svo tónlistarflóruna sem þeir bjóða upp á, bæði íslenska og erlenda tónlistarmenn. Það verður forvitnilegt að vita hvaða flytjandi selur mest en tónlistarmenn á borð við Ásgeir Trausta, Friðrik Dór, Magna, Skálmöld, Lana del Rey og Bob Dylan eru öll með plötur sem fengu sinn sess í kynningu Sena.

Nýjir og nýlegir tölvuleikir verða líka á boðstólnum, má þar nefna Need for speed, Medal of honor, Skylander Giants og Fifa 2013.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir