sexy beast

Einar Logi
Hin stórglæsilega handboltastjarna Einar Logi Friðjónsson var verðskuldað valinn kynþokkafyllsta hægriskyttan í 1. deild karla í handbolta.

 

Voru það leikmenn deildarinnar sem kusu einn kynþokkafullan leikmann í hverri stöðu. Er Einar vel að titlinum kominn enda mikið glæsimenni þar á ferð. 

Í samtali við Landpóstinn hvaðst Einar Logi vera mjög stoltur af titlinum en jafnframt hafi kjörið komið honum mjög á óvart. Sagist Einar hafa fengið gríðalega góð viðbrögð og sagði það vel koma til greina að leggja handboltann á hilluna og snúa sér alfarið að fyrirsætustörfum.

 

Mynd: Einar Logi Friðjónsson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir