Síðustu skiladagar Póstsins

Íslandspóstur

Margir eiga fjölskyldu og vini víðsvegar um heiminn en það er vissara að passa vel upp á að póstleggja jólagjafir og jólakort í tíma til að allt komist nú örugglega til skila fyrir jól.

Síðustu skiladagar eru eftirfarandi.

3. desember - jólakort, B póstur utan Evrópu

4. desember - jólapakkar, sjópóstur til Norðurlanda

7. desember - jólapakkar, flugpóstur utan Evrópu

10. desember - jólakort, B póstur til Evrópu og A póstur utan Evrópu

14. desember - jólapakkar, flugpóstur til Evrópu

15. desember - Jólapakkar, flugpóstur til Norðurlanda

16. desember - Jólakort, A póstur til Evrópu og B póstur innanlands

18. desember - TNT utan Evrópu, hraðsending

21. desember - Jólapakkar innanlands, jólakort A póstur innanlands og TNT til Evrópu, hraðsending

Hægt er að póstleggja jólakortin í næsta póstkassa en pakkana þarf að fara með á næsta pósthús. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir